Allar þvottastöðvar eru lokaðar á Akureyri vegna vatnsskorts. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Akureyringar verið beðnir að um spara kalda vatnið þar sem sem vatnsstaða í miðlunargeymum er komin niður fyrir öryggismörk. Samkvæmt upplýsingum frá Norðurorku hafa bæjarbúar svarað kallinu vel frá fyrirtækinu síðasta sólarhringinn og vatnsstaðan mun vera komin yfir öryggismörk.
Ekki er reiknað með að fara þurfi þá leið að skammta bæjarbúum vatn samkvæmt upplýsingum Norðurorku en hins vegar eru miklir þurrkar framundan og því allt óljóst. Þá er óvíst hvenær bæjarbúar geta skolað af bílum sínum á ný.