Alexandra með Þór/KA í sumar - liðið ný komið úr Portúgalsferð

Fyrir skömmu fóru stelpurnar úr Þór/KA í ferðalag til Portúgal þar sem þær dvöldust í viku við æfingar ásamt því að spila tvo æfingaleiki.

Að sögn Dragan K. Stojanovic, þjálfara liðsins, var ferðin afar vel heppnuð en æft var tvisvar á dag flesta daga ferðarinnar og einnig gengu leikirnir ágætlega.

Áður hefur verið sagt frá því hér á vikudegi.is að leikurinn gegn KR tapaðist 2-5, en sl. föstudag léku þær annan leik gegn Fylki og tapaðist sá leikur 2-7. Dragan sagði að þrátt fyrir þessar tölur hafi margt verið jákvætt í leik liðsins og benti á að marga leikmenn hafi vantað í hópinn. Má þar nefna útlendingana þrjá sem fengnir hafa verið til liðsins auk Alexöndru Tómasdóttur og Önnu Elvu Þórisdóttur sem eru meiddar.

Vert er að nefna að áðurnefnd Alexandra verður með liðinu í sumar en talið hafði verið að hún myndi taka sér frí frá knattspyrnuiðkun.

Nýjast