„Aldrei séð aðra eins framleiðslu“

Frá sýningunni Frost í Hofi.
Frá sýningunni Frost í Hofi.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, segir síðastliðna helgi hafa verið sérstakt afrek útaf fyrir sig hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, eða SinfóNord eins og margir kalla hana í dag. Hljómsveitin sinnti samfélagsverkefni og frumsýndi nýja 100 manna sýningu á sama deginum fyrir 1000 manns en það var sýningin Frost eftir Gretu Salóme. Þá er ekki öll sagan sögð því eftir æfingu á laugardeginum tók SinfóNord upp sinfóníska tónlist við heila bíómynd á rúmlega þremur klukkustundum. Þorvaldur segir margt spennandi í pípunum hjá Sinfó en nánari umfjöllun má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 21. janúar.

Nýjast