Aldrei leiðst í vinnunni

Gréta í versluninni við Byggðaveg á síðasta vinnudeginum. Mynd/Þröstur Ernir
Gréta í versluninni við Byggðaveg á síðasta vinnudeginum. Mynd/Þröstur Ernir

„Ég tók þá ákvörðun sjálf að hætta þannig að það er ekkert verið að henda mér út,“ segir Margrét Guðmundsdóttir verslunarstjóri í Samkaup á Byggðavegi á Akureyri, eða Gréta eins og hún er jafnan kölluð. Gréta, sem er 68 ára, stendur á tímamótum þessa dagana þar sem hún lætur af störfum eftir 30 ár í versluninni en hún hefur gegnt stöðu verslunarstjóra í fimmtán ár. Starfsferil hennar sem verslunarkonu má hins vegar rekja til ársins 1966 en þá hóf hún störf hjá KEA að Brekkugötu . Nánara viðtal við Grétu má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast