Aldrei fleiri nýnemar
Í þrjátíu ára sögu Verkmenntaskólans á Akureyri hafa nýnemar aldrei verið fleiri en nú eða 249. Alls hófu 1230 nemendur nám við skólann í lok síðustu viku en þrjátíu eru á biðlista. Nemendur í haust verða um 500 fleiri en á síðustu vorönn. Nokkrar námsbrautir við skólann eru fullbókaðar en mikil aðsókn er í tæknigreinar. Metaðsókn er í grunndeild rafiðna og grunndeild málm- og véltæknigreina og hefur skólinn þurft að vísa umsóknum frá.
Einnig er biðlisti inn í rafeindavirkjun og háriðn. Þá er mikil aðsókn í byggingadeild, listnám og á almenna braut.
-þev