Aldrei fleiri frjókorn á Akureyri

Frjókorn hafa herjað á Akureyringa í sumar. Mynd/Ni.is
Frjókorn hafa herjað á Akureyringa í sumar. Mynd/Ni.is

Heild­ar­fjöldi frjó­korna í júlí­mánuði reynd­ist 2567 frjó/?m3 sem er vel yfir meðaltali ár­anna 1998 – 2013 (764 frjó/?m3). Mest var um gras­frjó í lofti á Ak­ur­eyri í júlí eða 2389 frjó/?m3 sem er langt yfir meðaltali. Í júlí mæld­ust frjótala grasa 50 frjó/?m3 eða hærri í tólf daga og hæst fór frjótal­an í 345 frjó/?m3 þann 24. júlí. Aldrei hef­ur mælst hærri frjótala á Ak­ur­eyri síðan að mæl­ing­ar hóf­ust en mun­ar þó ekki miklu því þann 18. ág­ust 2003 fór frjótala grasa í 341 frjó/?m3.

Þetta kem­ur fram til­kynn­ingu frá Nátt­úru­fræðistofn­un.

Á Ak­ur­eyri er al­geng­ast að ág­úst sé aðal grasmánuður­inn en síðastliðin ár hef­ur há­mark gras­frjóa á höfuðborg­ar­svæðinu verið í júlí. Því get­ur reynst erfitt að spá fyr­ir um fram­haldið, seg­ir í frétt Nátt­úru­fræðistofn­un­ar.

 

Nýjast