Heildarfjöldi frjókorna í júlímánuði reyndist 2567 frjó/?m3 sem er vel yfir meðaltali áranna 1998 2013 (764 frjó/?m3). Mest var um grasfrjó í lofti á Akureyri í júlí eða 2389 frjó/?m3 sem er langt yfir meðaltali. Í júlí mældust frjótala grasa 50 frjó/?m3 eða hærri í tólf daga og hæst fór frjótalan í 345 frjó/?m3 þann 24. júlí. Aldrei hefur mælst hærri frjótala á Akureyri síðan að mælingar hófust en munar þó ekki miklu því þann 18. águst 2003 fór frjótala grasa í 341 frjó/?m3.
Þetta kemur fram tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun.
Á Akureyri er algengast að ágúst sé aðal grasmánuðurinn en síðastliðin ár hefur hámark grasfrjóa á höfuðborgarsvæðinu verið í júlí. Því getur reynst erfitt að spá fyrir um framhaldið, segir í frétt Náttúrufræðistofnunar.