Aldraðir sitja fastir á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Óvenjumikið álag hefur verið á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri undanfarið. Meginástæðan er sú að eldra fólk situr fast á sjúkrahúsinu, þar sem það hefur hvorki heilsu í að fara heim né fái pláss á Öldrunarheimilum Akureyrar. Því sé ekkert annað úrræði en að halda fólkinu á sjúkrahúsinu. Á sama tíma fjölgar sjúklingum og eru dæmi um að eldra fólk hafi þurft að dvelja á barnadeildinni.
Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir á lyflækningadeild SAk, segir síðustu þrjá mánuði hafa verið mjög þunga á deildinni. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.
-þev