Ákveðið að bíða með að fara með Helgu Sigríði í aðgerð

Helga Sigríður Sigurðardóttir, tólf ára stúlka frá Akureyri, sem veiktist alvarlega  sl. miðvikudag var flutt til Gautaborgar í Svíþjóð í gær, þar sem jafnvel stendur til að græða í hana nýtt hjarta. Móðir hennar, María Egilsdóttir, segir á Facebook um kl. 12.30 í dag, að í nótt hafi verið ákveðið að bíða með að rjúka með hana í aðgerð, "og best væri auðvitað að hún reddaði þessu sjálf."  

María og maður hennar Sigurður Bjarnason, fóru einnig út til Svíþjóðar í gær. "Hér er valinn maður í hverju rúmi og við Siggi upplifum okkur örugg. Svefninn lætur aðeins á sér standa en það má alltaf sofa seinna," segir María ennfremur í færslu sinni á Facebook.

Eins og fram kom í gær, er hafin fjársöfnunin til styrktar fjölskyldu Helgu Sigríðar. Fyrirtækið Finnur ehf. á Akureyri lagði 50.000 krónur inn á söfnunarreikninginn og það gerðu starfsmenn fyrirtækisins einnig. Starfsmenninir skora jafnframt á önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra að gera eitthvað svipað. Reikningur Maríu Egilsdóttur, móður Helgu er 0565-26-110378, Kennitala 180470-3449.

Nýjast