María og maður hennar Sigurður Bjarnason, fóru einnig út til Svíþjóðar í gær. "Hér er valinn maður í hverju rúmi og við Siggi upplifum okkur örugg. Svefninn lætur aðeins á sér standa en það má alltaf sofa seinna," segir María ennfremur í færslu sinni á Facebook.
Eins og fram kom í gær, er hafin fjársöfnunin til styrktar fjölskyldu Helgu Sigríðar. Fyrirtækið Finnur ehf. á Akureyri lagði 50.000 krónur inn á söfnunarreikninginn og það gerðu starfsmenn fyrirtækisins einnig. Starfsmenninir skora jafnframt á önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra að gera eitthvað svipað. Reikningur Maríu Egilsdóttur, móður Helgu er 0565-26-110378, Kennitala 180470-3449.