Lára Sóley Jóhannsdóttir, Bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016, vill þakka fyrir sig með því að efna til tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. apríl næstkomandi. Þar mun Lára bjóða bæjarbúum og öðrum gestum til tónlistarveislu.
Lára Sóley er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og segist vera í draumastarfinu. Hún og eiginmaður hennar Hjalti Jónsson hafa spilað lengi saman og segir Lára það vera forréttindi að deila helsta áhugamálinu með makanum. Vikudagur heimsótti Láru Sóleyju en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 14. apríl