Akureyrskur sumarsmellur

"Það er mitt líf og yndi að búa til tónlist," segir Toggi. Mynd/Þröstur Ernir.
"Það er mitt líf og yndi að búa til tónlist," segir Toggi. Mynd/Þröstur Ernir.

„Lagið varð til í jólafríinu síðasta vetur. Ég vildi einfaldlega búa til hipphopp lag og fékk Atla Sigþórsson vin minn til að semja rímur og rappa þær. Þá var ég kominn á sporið,“ segir Þorgils Gíslason, eða Toggi eins og hann er jafnan kallaður, en hann er maðurinn á bak við eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, „Aheybaró“. Lagið náði nýverið toppsæti vinsældarlista Rásar 2.

„Ég vissi að ég væri með gott lag í höndunum en bjóst ekki við því að ná á toppinn.  Margir vilja meina að þetta verði sumarsmellurinn í ár en maður verður bara að bíða og sjá," segir Toggi, og upplýsir blaðamann í leiðinni að von sé á plötu frá honum í haust.

Hér má hlusta á lagið vinsæla, Aheybaró.  http://www.youtube.com/watch?v=GstJk1zQ75Y

Nánar er rætt við Togga í prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

Nýjast