Stuttmynd unnin í samstarfi Félagsmiðstöðvar Akureyrar og framhaldsskóla í Vesterálen í Noregi verður sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí nk. en um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims. Í nokkur ár hafa Félagsmiðstöðvar Akureyrar verið í samstarfi við Vesterálen um stuttmyndagerð. Gunnlaugur Guðmundsson, forvarna-og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ, hefur haft umsjón með verkefninu á Akureyri og segir þetta mikið afrek. Akureyringar eru í aðalhlutverkum í myndinni sem nefnist We Remember moments.
Ítarlegra er fjallað um þetta og rætt við Gunnlaug í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.