Hátt á fjórða tug listamanna taka þátt í verkefninu, Stormsveitin og Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna. Þeir söngvarar sem fram koma eru; Margot Kiis, Heimir Bjarni Ingimarsson, Sigurður Ingimarsson, Rannvá Olsen, Rán Ringsted, Inga Eydal, Ingimar Björn Davíðsson og Helgi Þórsson. Tónlistarstjóri er Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Tónleikarnir eru tilvalin fjölskylduskemmtun í skammdeginu, og kjörið að gera sér glaðan dag rétt fyrir jól í þessu fallega húsi.
Miða verður hægt að nálgast hjá miðasölu LA frá kl. 12.00 fimmtudaginn 11. desember. Fyrstir koma, fyrstir fá, segir í fréttatilkynningu.