Af fimm stjórnarmönnum í nýrri stjórn Íslandspósts eru þrír búsettir á Akureyri; Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, Preben Jón Pétursson sem rekur fyrirtækið Grand þvott og Jón Ingi Cæsarsson starfsmaður Íslandspósts. Akureyringurinn Svanhildur Hólm Valsdóttir er einnig í stjórn fyrirtækisins en hún er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Fimmti stjórnarmaðurinn er Ólöf Kristín Sveinsdóttir í Reykjanesbæ.
Á síðasta ári varð tap uppá nærri 119 milljónir króna af restri Íslandspósts. Velta félagsins var 6,8 milljarðar og í lok ársins var eigið fé 2,4 milljarðar króna.