Akureyringaball á Spot í Kópavogi annan laugardag

Laugardagskvöldið 20. mars verður haldið Akureyringaball á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi, þar sem fjölmargir tónlistarmenn stíga á svið. Á meðal þeirra sem troða upp er bítlahljómsveitin Bravó sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum og margir muna eftir.  

Einnig koma fram hljómsveitirnar Skriðjöklar og Hunang, Rögnvaldur gáfaði og Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa og eftirherman Karl Örvarsson. Allir eru velkomnir, líka aðkomumenn!

Nýjast