Niðurstöður liggja nú fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á síðasta ári, sem Ferðamálastofa fékk MMR til að gera. Er þetta fimmta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti. Akureyri er vinsælasti áfangastaður landsins.
Hvaða landsvæði voru heimsótt
Suðurlandið var sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum á árinu 2013, eða 66,1%. Svarendur tilgreindu annars heimsóknir sínar til einstakra landshluta með eftirfarandi hætti:
|
- Suðurland |
66,1% |
|
- Norðurland |
61,8% |
|
- Vesturland |
52,3% |
|
- Höfuðborgarsvæðið |
32,7% |
|
- Austurland |
29,2% |
|
- Vestfirðir |
24,5% |
|
- Reykjanes |
20,3% |
|
- Hálendið |
14,6% |
Merkjanleg aukning hefur síðan verið í heimsóknum til flestra landshluta á þeim árum sem þessi spurning hefur verið inni í könnun Ferðamálastofu, nema höfuðborgarsvæðisins.
Hvaða staðir voru heimsóttir
Í könnuninni eru tilgreindir 55 staðir um allt land (6-9 í hverjum landshluta) og svarendur beðnir að merkja við hvort ferðalög þeirra hafi legið þangað á árinu. Akureyri er þar efst á blaði en helmingur svarenda sem ferðaðist innanlands kom þangað á síðastliðnu ári. Listinn yfir 10 fjölsóttustu staðina árið 2013 var annars þessi:
|
- Akureyri |
49,6% |
|
- Borgarnes |
33,9% |
|
- Þingvellir/Gullfoss/Geysir |
30,1% |
|
- Skagafjörður |
22,5% |
|
- Egilsstaðir/Hallormsstaður |
21,6% |
|
- Mývatnssveit |
21,3% |
|
- Hvalfjörður |
20,0% |
|
- Vík |
19,1% |
|
- Húsavík |
17,6% |
|
- Kirkjubæjarklaustur |
17,3% |