Annar flokkur Akureyrar Handboltafélags vann mikilvægan sigur á Víkingi, 39:28, í Höllinni á Akureyri sl. laugardag, í toppbaráttu 1. deildarinnar. Akureyri hafði yfir í hálfleik, 16:12.
Oddur Gretarsson skoraði 13 mörk fyrir norðanmenn í leiknum og Jóhann Gunnarsson kom næstur með 6 mörk.
Akureyri er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir ellefu leiki en á tvo leiki til góða á toppliðin þrjú, Víking, Hauka og Selfoss, sem sitja í efstu sætunum með 17 stig.