Akureyri sækir Stjörnuna heim í kvöld

Akureyri Handboltafélag sækir Stjörnuna heim í Mýrina kl. 18:30 í kvöld í N1- deild karla í handbolta. Akureyri vann stórsigur á Gróttu á heimavelli í síðustu umferð og freistar þess að halda sigurgöngunni áfram í kvöld.

„Leikurinn leggst bara vel í okkur og eftir síðasta leik er mikið sjálfstraust í liðinu og við vitum hvað þarf til þess að vinna,” segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar Handboltafélags. Leikur Stjörnunnar og Akureyrar verður sýndur beint á Sporttv.is.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast