Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli

Mynd Akureyr.is
Mynd Akureyr.is

Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Ástæðan er sú að skoðun og prófun á nýjum ílátum leiddi í ljós að ekki verður hægt að notast við tvískiptar 360L tunnur fyrir pappír/pappa og plast eins og gert var ráð fyrir í sérbýli (einbýlishús, parhús og flest raðhús). Vegna þessa verður grunnsamsetningu íláta í sérbýli breytt og munu þau fá þrjár 240L tunnur (í stað einnar 240L og annarrar 360L):

  • 240 lítra tvískipta tunnu fyrir annars vegar matarleifar og hins vegar blandaðan úrgang
  • 240 lítra tunnu fyrir pappír og pappa
  • 240 lítra tunnu fyrir plastumbúðir

Ef ekki er hægt að útbúa pláss fyrir þrjár tunnur er hægt að óska eftir tvískiptri 240L tunnu fyrir plastumbúðir og pappír/pappa. Ef svo er má hafa samband með tölvupósti í netfangið flokkumfleira@akureyri.is.

Vonast er til að dreifing íláta geti hafist í Giljahverfi og Síðuhverfi vikuna 24. til 28. júní og að dreifing í öðrum hverfum bæjarins verði í ágúst og september.

Frá þessu er sagt á vef Akureyrarbæjar


Athugasemdir

Nýjast