12. mars, 2010 - 11:48
Fréttir
Akureyri Handboltafélag og Stjarnan eigast við í Íþróttahöll Akureyrar í kvöld kl. 19:00 í N1- deild karla í
handbolta. Akureyri hefur verið á góðri siglingu í deildinni undanfarið og getur með sigri í kvöld endurheimt annað sæti deildarinnar.
Stjarnan er hins vegar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og því má búast við hörkurimmu milli þessara liða í
kvöld.
Akureyri hefur 18 stig í fjórða sæti deildarinnar, en hefur leikið einum leik minna en FH og HK sem hafa 19 stig í öðru og þriðja sæti.
Stjarnan hefur aðeins sjö stig í næstneðsta sæti deildarinnar og þarf því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.