Akureyri mætir toppliðinu

Akureyri og KA eiga bæði heimaleiki í fjórðu umferð Olís-deildarinnar. Mynd/Sævar Geir.
Akureyri og KA eiga bæði heimaleiki í fjórðu umferð Olís-deildarinnar. Mynd/Sævar Geir.

Olís-deild karla í handbolta fer af stað á ný um helgina eftir stutt hlé. Akureyri Handboltafélag tekur á móti toppliði Aftureldingar í fjórðu
umferð deildarinnar sem hefst í dag, sunnudaginn 7. október. Leikur liðanna hefst kl. 16:00 í Höllinni.

Akureyri er enn án stiga á botni deildarinnar líkt og Stjarnan og hefur tapað öllum leikjum sínum. Pressa er á liðinu að komast á blað í deildinni.
Afturelding er á toppnum með fimm stig, líkt og Selfoss, FH og Valur. Mosfellingar hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.

Halda KA-menn uppteknum hætti á heimavelli?

KA fær Gróttu í heimsókn í KAheimilið mánudaginn 8. október og hefst leikur liðanna kl. 19:30. KA byrjaði mótið með látum og vann tvo fyrstu leikina sem báðir voru á heimavelli en tapaði svo gegn Fram í síðustu umferð á útivelli. Mikil stemmning hefur verið á heimaleikjum KA og ljóst að þar verða þeir erfiðir viðureignar í vetur.

KA er í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig en Grótta hefur eitt stig í tíunda sæti.


Athugasemdir

Nýjast