Akureyri mætir Fram í kvöld

Akureyri Handboltafélag sækir Fram heim í kvöld er liðin mætast í Framhúsinu í 6. umferð N1- deildar karla. Akureyri hefur unnið síðustu tvo leiki í deildinni, gegn Gróttu og Stjörnunni, og freista þess að halda sigurgöngunni áfram í kvöld.

Fram hefur byrjað deildina illa. Eftir fimm leiki er liðið aðeins með 2 stig í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá Akureyri sem er í 5. sæti deildarinnar með fimm stig. Fram þarf því nauðsynlega á stigum að halda í kvöld og ljóst að norðanmenn gætu átt erfitt verkefni fyrir höndum.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 er sýndur beint á sporttv.is

Nánar má lesa um leikinn í kvöld í Vikudegi í dag.

Nýjast