Í kvöld var dregið í 16- liða úrslit karla og kvenna í Eimskipsbikarkeppninni í handbolta. Í karlaflokki dróst Akureyri Handboltafélag gegn FH og í kvennaflokki dróst KA/Þór gegn Víkingi. Bæði Akureyri Handboltafélag og KA/Þór komu á undan upp úr pottinum og fá því heimaleikjaréttinn mikilvæga. Í kvennaflokki verður leikið dagana 10. og 11. nóvember en í karlaflokki 15. og 16. nóvember nk.
Drátturinn í kvöld lítur þannig út:
Karlaflokkur:
ÍBV - Fram
ÍR 2 - Valur
Þróttur - Selfoss
Akureyri - FH
Haukar 2 - Haukar
Víkingur - Afturelding
Stjarnan - Grótta
ÍR - HK
Kvennaflokkur:
ÍBV - Fram
HK - FH
Grótta - Þróttur
Fylkir - Valur
Fjölnir/Afturelding - Víkingur 2
ÍR - Haukar
KA/Þór - Víkingur
Stjarnan situr hjá.