Akureyri lagði ÍR að velli í 2. flokki karla

Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á ÍR, 30:28, er liðin mættust í Höllinni sl. laugardag á Íslandsmótinu í handbolta í 2. flokki karla. Staðan hálfleik var 16:14 fyrir heimamenn. Oddur Gretarsson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri í leiknum og næstur kom Bjarni Jónasson með 7 mörk. Þá varði Siguróli Magni Sigurðsson 13 skot í marki heimamanna.

Staða Akureyrar eftir fyrstu umferðirnar er góð en liðið situr í toppsæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm umferðir. Hlé verður nú gert á deildinni og er næsti leikur norðanmanna þann 9. janúar nk.

Nýjast