Chris Wolffensperger, 37 ára svæfingalæknir frá Hollandi, flutti til Akureyrar í vor og starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Chris er mikill áhugamaður um ljósmyndun og segir einkar fallegt að sjá hvernig landslagið á Íslandi breytist eftir árstíma. „Það er hreint dásamlegt að vera úti í miklu vetrarverði og taka myndir. Núna í óveðrinu voru götur tómar og ekkert heyrðist nema ómurinn í vindinum. Þetta var magnað að sjá og kom mér í gott jólaskap,“ segir Chris. Í prentútgáfu Vikudags birtu við nokkrar myndir sem Chris tók af Akureyri í vetrarbúningi.