Akureyri Handboltafélag vann mikilvægan fjögurra marka sigur gegn HK, 34:30, er liðin áttust við í Digranesi í kvöld í N1- deild karla í handbolta. Staðan í hálfleik var 17:16 fyrir norðanmenn. Eftir sigurinn í kvöld er Akureyri komið upp í annað sæti deildarinnar með 18 stig, en HK situr í fimmta sæti með 15 stig. Árni Þór Sigtryggsson átti stórleik fyrir Akureyri og skoraði 10 mörk leiknum, þar af 8 mörk í fyrri hálfleik.
Heimir Örn Árnason skoraði 7 mörk fyrir norðanmenn og hinn ungi og efnilegi Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur með 6 mörk. Hjá HK var Valdimar Fannar Þórsson markahæstur með 7 mörk.