15. janúar, 2010 - 23:01
Fréttir
Lið Akureyrar tryggði sér sigur í 8 liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari í kvöld með glæsilegum sigri á liði
Hafnarfjarðar í 16 liða úrslitum í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld. Lið Akureyrar tók forystuna snemma í keppni
kvöldsins og gaf hvergi eftir á lokasprettinum. Lið Akureyrar hlaut 94 stig gegn 87 stigum Hafnfirðinga.