Akureyrarvöku aflýst

Engin Akureyrarvaka verður haldin í ár. Mynd frá Akureyrarbæ
Engin Akureyrarvaka verður haldin í ár. Mynd frá Akureyrarbæ

Akureyrarbær hefur ákveðið að aflýsa Akureyrarvöku að þessu sinni en hún var fyrirhuguð á afmæli bæjarins þann 29. ágúst. Er það gert til að sýna ábyrgð í verki, bregðast við tilmælum sóttvarnalæknis og þróun Covid-19 faraldursins í samfélaginu.

Þetta þýðir að allir stærri og minni viðburðir sem fyrirhugaðir voru falla niður. Það er Akureyrarstofa sem annast skipulag Akureyrarvöku og þar á bæ er unnið að því að minnast afmælis bæjarins með uppákomum sem taka fullt tillit til fjöldatakmarkana og fjarlægðarmarka. Stefnt er að því meðal annars að lýsa upp svæði og byggingar í bænum, gangandi og akandi bæjarbúum og gestum til yndisauka. Þannig verður Lystigarðurinn lýstur upp og skreyttur eins og undanfarin ár og áætlað að ljósin fái að lifa þar út septembermánuð.

Nánari upplýsingar um það og annað sem gert verður til hátíðarbrigða verða sendar út þegar nær dregur afmælinu.


Athugasemdir

Nýjast