Akureyrarbær greiðir milljónir fyrir lögbrot

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt Ak­ur­eyr­ar­bæ brot­leg­an vegna upp­sagnar á tveim­ur fyrr­ver­andi slökkviliðsmönn­um. Bær­inn rifti ráðning­ar­samn­ing­um þeirra fyr­ir­vara­laust. Akureyri þarf að greiða um fimm milljónir króna í skaðabætur auk 2,1 milljóna króna málskostnaðar. Í mál­inu var ágrein­ing­ur með mönn­un­um og Ak­ur­eyr­ar­bæ um starfs­lok þeirra hjá Slökkviliði Ak­ur­eyr­ar í byrj­un des­em­ber 2012 eft­ir að hafa farið í eins árs launa­laust leyfi í des­em­ber 2011 og ráðið sig til starfa hjá öðru fyr­ir­tæki á meðan.

Eft­ir að viðræður um starfs­lok runnu út í sand­inn mættu menn­irn­ir því aft­ur til vinnu hjá slökkviliðinu en þá hafnaði Ak­ur­eyr­ar­bær vinnu­fram­lagi þeirra.

Málið teng­ist deil­um sem hafa staðið yfir lengi inn­an slökkviliðsins og beind­ust m.a. að sam­skipt­um þeirra við fyrr­ver­andi slökkviliðsstjóra, en menn­irn­ir sökuðu hann um einelti. Ann­ar mann­anna er fyrr­ver­andi aðstoðarslökkvi­stjóri og hinn fyrr­ver­andi varðstjóri.

Í mál­inu gerðu menn­irn­ir kröf­ur um van­gold­in laun og laun í upp­sagn­ar­fresti. Auk þess kröfðust þeir skaðabóta, þ.e. tjóns vegna tekjutaps, miska vegna starfs­loka, en jafn­framt gerðu þeir kröf­ur um miska­bæt­ur vegna einelt­is á vinnustað.

Ak­ur­eyr­ar­bær hafnaði öll­um kröf­um mann­anna.

Þetta kemur fram á mbl.is en Akureyri Vikublað vakti fyrst athygli á málinu.

throstur@vikudagur.is

Nýjast