Akureyrarbær gæti skilð rekstri öldrunarheimila aftur til ríkisins náist ekki betri samningar. Sveitarfélagið hefur greitt ríflega 1,5 milljarð með rekstrinum síðustu fimm ár. Rúv greinir frá þessu.
Um miðjan október á síðasta ári óskaði eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir skýringu á rúmlega 380 milljóna króna rekstrarhalla hjá A-hluta Akureyrarbæjar fyrir árið 2018. Í svari bæjaryfirvalda sagði að þungur rekstur öldrunarheimila væri þar stærsti bitinn.
Samningar eru lausir í lok árs og segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Rúv að það komi til greina að skila málaflokknum til ríkisins, náist ekki ásættanlegir samningar.