Áki og Martha best hjá KA

Dagur Gautason, Martha Hermannsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir með verðlaunin. Mynd/KA
Dagur Gautason, Martha Hermannsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir með verðlaunin. Mynd/KA

Á lokahófi handknattleiksdeildar KA sem fór fram um liðna helgi voru Áki Egilsnes og Martha Hermannsdóttir valin leikmenn ársins. Bæði léku þau lykilhlutverk í vetur er karlalið KA og kvennalið KA/Þórs tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu á nýliðnu tímabili.

Á vef KA segir að Áki Egilsnes hafi verið markahæsti leikmaður tímabilsins og var mikill stígandi í leik hans í vetur. Dagur Gautason var svo valinn sá efnilegasti en hann var algjör lykilmaður í KA liðinu í vetur þrátt fyrir að vera nýlega orðinn 18 ára, segir á vef KA.

Martha Hermannsdóttir fór eins og oft áður fór fyrir liði KA/Þórs sem sigraði örugglega í Grill 66 deildinni og fór í undanúrslit bikarkeppninnar. Ásdís Guðmundsdóttir var svo valin efnilegasti leikmaður liðsins, en hún var öflug á línunni í vetur og leikur með U-20 árs landsliði Íslands.


Nýjast