Ak­ur­eyr­ar­bær braut gegn jafn­rétt­is­lög­um

Akureyri
Akureyri

Ak­ur­eyr­ar­bær braut gegn lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla við ráðningu sum­ar­starfs­manns á leik­skóla í bæn­um vorið 2014 að mati kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála.Fram kem­ur í úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar að Ak­ur­eyr­ar­bær aug­lýsti eft­ir sum­ar­starfs­mönn­um til starfa á leik­skól­um bæj­ar­ins síðasta vet­ur. 74 um­sókn­ir voru um störf­in. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í frétt mbl.is segir að fjór­ar kon­ur voru ráðnar á leik­skól­ann sem kær­and­inn sótti um sum­arstarf á, þar af höfðu þrjár kvenn­anna minni mennt­un og minni reynslu af starfi með börn­um en kær­and­inn. Kær­andi, sem er karl­maður, taldi að Ak­ur­eyr­ar­bær hefði brotið gegn lög­um nr. 10/?2008 um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla með því að ráða fjór­ar kon­ur til starfa á ein­um leik­skól­anna.

Kær­u­nefnd tók fram að Ak­ur­eyr­ar­bær hefði ekki raðað um­sækj­end­um í hæfn­is­röð með til­liti til mennt­un­ar er teng­ist starfi með börn­um eða með til­liti til reynslu af þeim störf­um en þess í stað kosið að byggja ráðningu einkum á um­sögn­um meðmæl­enda ásamt frammistöðu í starfsviðtali.

Nýjast