Akureyrarbær braut gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu sumarstarfsmanns á leikskóla í bænum vorið 2014 að mati kærunefndar jafnréttismála.Fram kemur í úrskurði kærunefndar að Akureyrarbær auglýsti eftir sumarstarfsmönnum til starfa á leikskólum bæjarins síðasta vetur. 74 umsóknir voru um störfin. Þetta kemur fram á mbl.is.
Í frétt mbl.is segir að fjórar konur voru ráðnar á leikskólann sem kærandinn sótti um sumarstarf á, þar af höfðu þrjár kvennanna minni menntun og minni reynslu af starfi með börnum en kærandinn. Kærandi, sem er karlmaður, taldi að Akureyrarbær hefði brotið gegn lögum nr. 10/?2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla með því að ráða fjórar konur til starfa á einum leikskólanna.
Kærunefnd tók fram að Akureyrarbær hefði ekki raðað umsækjendum í hæfnisröð með tilliti til menntunar er tengist starfi með börnum eða með tilliti til reynslu af þeim störfum en þess í stað kosið að byggja ráðningu einkum á umsögnum meðmælenda ásamt frammistöðu í starfsviðtali.