Áhyggjur af geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga

Félagsmálaráð Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðunni í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Í bókun segir að þjónustan sé í hættu vegna skipulagsbreytinga innan SAk og brýnt sé að leita leiða sem fyrst til að leysa vandann. Vikudagur greindi frá því nýverið að enginn barna- og unglingageðlæknir verður starfandi á Norður- og Austurlandi frá og með næstu mánaðamótum.  

Samkvæmt heimildum Vikudags á SAk í viðræðum við Landspítalann um að BUGL sinni þessari þjónustu frá Reykjavík.

Áætlað er að tveir barnalæknar komi norður tvo daga í mánuði. Aðilar sem Vikudagur hefur rætt við og þekkja til málsins segja að þjónustan muni skerðast verulega með þessu fyrirkomulagi og verði í engri líkingu við það sem áður var.

throstur@vikudagur.is

Nýjast