Áheyrnarprufur fyrir Lísu í Undralandi

Sýningin fer fram í Samkomuhúsinu.
Sýningin fer fram í Samkomuhúsinu.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikverkið „Lísu í Undralandi“ í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur og við tónlist eftir Dr. Gunna í Samkomuhúsinu í lok febrúar á næst ári. Leikfélagið vill beina því til ungs fólks á aldrinum 14-18 ára sem vill taka þátt í leikritinu að fram fara sérstakar áheyrnarprufur laugardaginn 15. nóvember n.k. í Rýminu, en skráning fer fram á netfanginu midasala@leikfelag.is. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri í síma 4 600 200.

Leikstjóri á Lísu í Undralandi verður Vignir Rafn Valþórsson, Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd og búninga og með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jónsdóttir. Önnur hlutverk eru í höndum Benedikts Karls Gröndal, Sólveigar Guðmundsdóttur og Péturs Ármannssonar. Auk þess er gert ráð fyrir að fjórir ungir leikarar taki þátt í sýningunni.
 


Nýjast