Akureyri Handboltafélag vann nauman sigur á Selfossi í sínum fyrsta leik á Ragnarsmótinu sem fram fer á Selfossi, en mótið er liður í undirbúningi AH fyrir leiktímabilið sem hefst í næsta mánuði. Lokatölur leiksins urðu 29-28 AH í vil.
Árni Sigtryggson og Heimir Árnason voru atkvæðamestir í liði Akureyrar og skoruðu sex mörk hvor, þar af báðir eitt úr víti. Hörður Fannar Sigþórsson kom næstur með fjögur mörk, þeir Geir Guðmundsson og Oddur Gretarsson skoruðu þrjú mörk hver og aðrir minna. Hafþór Einarsson átti stórleik í markinu og varði 24 skot í leiknum.
Næsti leikur liðsins á mótinu verður gegn Stjörnunni í dag og hefst leikurinn kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á tvsport.is