Akureyri Handboltafélag leikur til úrslita á Ragnarsmótinu sem haldið er á Selfossi eftir sigur á Stjörnunni í gær, 29-20. Oddur Gretarsson var markahæstur í liði norðanmanna með sjö mörk, þar af fjögur úr víti. Geir Guðmundsson skoraði fimm mörk, Árni Sigtryggsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson skoruðu þrjú mörk hver og aðrir minna.
Akureyri mætir FH í úrslitaleiknum kl. 20:00 í kvöld og er leikurinn sýndur beint á tvsport.is