AH hefði betur í æfingaleikjunum gegn FH

Akureyri Handboltafélag spilaði sína fyrstu æfingaleiki á undirbúningstímabilinu um helgina þegar félagið lék tvo leiki við FH í Höllinni á Akureyri. Fyrri viðureignin lauk með sigri AH, 27-23, þar sem Árni Sigtryggsson og Jónatan Þór Magnússon voru markahæstir hjá heimamönnum með fimm mörk hvor.

Heimamenn höfðu einnig betur í seinni viðureigninni sem lauk með öruggum sigri Akureyri Handboltafélags, 34-23, þar sem Árni Sigtryggsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru markahæstir heimamanna með sex mörk hvor.

Næstu æfingaleikir AH verða um næstu helgi þegar liðið heldur á Selfoss og tekur þar þátt í Ragnarsmótinu.

 

Nýjast