Ágætur árangur norðlendinga á Jólamóti ÍR

Þriðja Jólamót frjálsíþróttadeildar ÍR var haldið mánudaginn 28. desember síðastliðin í Laugardagshöllinni og fór hópur af keppendum frá norðurlandi á mótið sem náði fínum árangri. Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, sigraði í langstökki kvenna er hún stökk 5, 62 metra og varð önnur í 60 m hlaupi kvenna á 8, 07 sekúndum.

 

Bjarki Gíslason, UFA, varð í öðru sæti í stangarstökki karla er hann stökk 4, 50 metra. Bjartmar Örnuson, UFA, hafnaði í þriðja sæti í 800 metra hlaupi karla og boðhlaupssveit UFA í karlaflokki lenti í öðru sæti í 4x400 metra boðhlaupi. 

 

Nýjast