Aftur töpuðu Mammútar

Eftir góða byrjun er lið Mammúta að fatast flugið á Íslandsmótinu í krullu, en Mammútar töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni er liðið lá gegn Üllevål, 4:6, er sjötta umferð mótsins fór fram í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld.

Skytturnar komust aftur á sigurbraut er liðið gjörsigraði Svarta gengið, 11:1. Önnur úrslit gærkvöldsins urðu þau að Fífurnar lögðu Garpa af velli 5:2 og Víkingar sigruðu Riddara 4:2. Þrátt fyrir tvö töp í röð halda Mammútar toppsætinu ásamt Skyttunum með fjóra sigra, í næstu sætum koma Fífurnar, Riddarar, Víkingar og Üllevål með þrjá sigra. Á botninum sitja svo Garpar og Svarta gengið með tvo sigra.

Keppnin er því farin að harðna og jafnast út þegar mótið er tæplega hálfnað. Sjöunda og síðasta umferð í fyrra hluta mótsins fer fram annað kvöld, miðvikudag, í Skautahöll Akureyrar og þar eigast við:

Braut 1: Víkingar - Garpar
Braut 2: Üllevål - Riddarar
Braut 4: Fífurnar - Svarta gengið

 

Nýjast