Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar var efnt til hátíðar á Degi íslenskrar tungu sl. helgi. Tónlistarskólinn auk Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Grenivíkurskóla stóðu að hátíðinni og höfðu kennarar og nemendur skólanna staðið að undirbúningi í nokkar vikur. Þema dagsins var Hernámsárin - tímabilið 1939-1945.
„Foreldrum, ömmum og öfum, frændum og frænkum og öðrum íbúum sveitanna var boðið á hátíðina sem var hin glæsilegasta og ljóst var á brosi krakkanna að þau höfðu gaman af samvinnunni og voru stolt uppskerunni,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar.