Áfram milt veður

Akureyri í morgun/mynd karl eskil
Akureyri í morgun/mynd karl eskil

Á Norðurlandi eystra verður hæg austlæg átt og léttskýjað. Þokubakkar við ströndina í nótt og á morgun. Hiti 3 til 10 stig að deginum, en nálægt frostmarki í nótt.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru allir helstu vegir greiðfærir. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri, en 8-13 og súld syðst. Hiti 2 til 10 stig, mildast SV-lands, en víða næturfrost í innsveitum.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustan 8-13 m/s við SV- og S-ströndina og lítilsháttar væta, en hægara og bjart með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 3 til 8 stig, en víða næturfrost inn til landsins.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt með rigningu víða á landinu, en úrkomulítið NA-lands. Áfram milt veður.

Á sunnudag:
Breytileg átt og skúrir eða rigning með köflum og heldur kólnandi.
 

 

Nýjast