Ferðafélag Akureyrar (FFA) heldur upp á 80 ára afmæli sitt í dag, föstudaginn 8. apríl. Í tilefni afmælisins verður opnuð afmælissýning í anddyri Amtsbókasafnsins kl. 17.00. Sýningin samanstendur af gömlum munum, skjölum og myndum úr sögu félagsins, auk þess sem myndir úr einkasafni Sigurðar heitins Hjálmarssonar munu rúlla á sjónvarpsskjá alla sýningardagana.
Sýningin stendur út apríl og gefst gestum þar tækifæri að til að kynna sér þetta gamla og rótgróna félag og starfsemi þess.
Þessu til viðbótar verða haldnir þrír fyrirlestrar í kaffiteríu Amtsbókasafnsins um einstaka þætti í sögur félagsins:
Allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.00 og gefst þá í leiðinni tækifæri til að skoða afmælissýninguna.
Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að láta sýninguna og fræðslufyrirlestrana ekki fram hjá sér fara. (akureyri.is)