Afmæli Sam-Frímúrarareglunnar

Stúkan Gimli nr. 853 verður 80 ára á morgun, laugardaginn 17. febrúar, og þá um leið starf Sam-Frímúrarareglunnar á Akureyri. Það var Jón Árnason prentari sem var fyrsti Íslendingurinn sem var vígður í Sam-Frímúrararegluna.

Frumherjum fylgir stórhugur, eins og segir í fréttatilkynningu og var Jón einn af stofnendum st' Gimli nr. 853. Tilgangur Sam-Frímúrarareglunnar er að leita sannleikans, skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til að takast á við þessi stóru verkefni lætur reglan í té sérstaka aðferð sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgisiði. Innan reglunnar starfa saman konur og karlar á jafnréttisgrundvelli og eru engar skorður settar vegnar trúar, kynþáttar eða litarháttar.

Við viljum vekja athygli á því að á 21. öldinni er hér vettvangur fyrir karla og konur að starfa saman og að leiðin að betri heimi felst í samvinnu beggja kynja og virðingu fyrir öllu lífi, segir ennfremur í fréttatilkynningu frá stúkunni.

Nýjast