Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, fékk í síðustu viku synjun á viðbótarframlagi frá velferðarráðuneytinu. Heildarframlag ríkisins til Aflsins á þessu ári eru 3 milljónir kr. en voru 4 milljónir í fyrra og því er um 25% niðurskurð að ræða. Sóley Björk Stefánsdóttir, gjaldkeri Aflsins, segir þetta mikil vonbrigði og bendir á að það sé mikil aukning á þessu ári í formi viðtala og óvíst sé hvernig starfseminni verði háttað eftir áramót. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.