Aflið hefur átt mjög gott samstarf við aðila á Akureyri

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna viðtals við formann þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum. Þar kemur fram að Aflið hafi  í áraraðir átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ, forsvarsfólk Bíladaga og hátíða um verslunarmannahelgar.  

"Aflskonur hafa verið með gangandi vaktir auk þess að vera með meiri viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á þessar stóru helgar. Gestir og gangandi hafa ávallt tekið Aflskonum vel, viljað spjalla og fræðast og er ekki hægt að merkja að það sé neitt meira um nauðganir né árásir þrátt fyrir að Aflið hafi verið sýninlegt og auglýst.  Vilja Aflskonur vekja athygli á þessu, þar sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóhátíðarnefndar vill meina að aðkoma Stígamóta á þjóðhátíð ýti undir vandamál tengt kynferðisofbeldi á svæðinu," segir í fréttatilkynningunni.

Nýjast