Aflið fær 10 milljónir frá ríkinu

Húsnæði Aflsins á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Húsnæði Aflsins á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Aflið, samtök sem vinna gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi,fá 10 milljónir króna í starfið í fjárlögum næsta árs. Áður hafði verið kvartað undan skilningleysi stjórnvalda á starfi þeirra. Samtökin hafa aldrei áður fengið jafn háa upphæð frá ríkinu til starfsemi sinnar. Þetta kemur fram í frétt Rúv
 
Eins og Vikudagur hefur fjallað um er rekstur Aflsins þungur og var tvísýnt um starfsemina eftir áramót. Á síðasta ári fengu samtökin þrjár milljónir, sem var 25 prósent minna en árið áður. Ósk um viðbótarframlag var hafnað en framlög einstaklinga og fyrirtækja tryggðu samtökunum fjármagn út árið. Tíu milljónir er því mun hærra framlag en Aflið hafði gert sér vonir um.
 

Nýjast