19. febrúar, 2007 - 11:58
Fréttir
Aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans jókst um 7,3% fyrstu 11 mánuði síðasta árs miðað við sama tíma árið á undan. Heildaraflaverðmætið nam um 70 milljörðum miðað við 63 milljarða árið á undan. Mestu munar þar um að verðmæti botnfisks á þessum tíma jókst um tæpa 10 milljarða. Hinsvegar varð 12% samdráttur í aflaverðmæti á uppsjávarfiski og í síldveiðunum fór aflaverðmætið úr 811 milljónum króna í 287 milljónir.