Afhentu Krabbameinsfélaginu 3 milljóna króna styrk

Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis taka við styrknum frá þeim Vilborgu Jóhannsdó…
Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis taka við styrknum frá þeim Vilborgu Jóhannsdóttur og Ingu Vestmann, sem eru lengst til vinstri á myndinni.

Fulltrúar Dömulegra dekurdaga afhentu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð þriggja milljóna króna á lokakvöldi Bleiks októbers sem haldið var á Icelandair hótel á dögunum.

„Kærar þakkir til allra sem hafa lagt verkefninu lið. Með þátttökugjöldum fyrirtækja, klútasölu og sölu á „slaufum í staura” hefur okkur tekist að ná markmiðinu. Stuðningur ykkar er ómetanlegur,“ skrifa þær Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann á Facebook en þær stöllur standa að Dömulegum dekurdögum.


Nýjast