Af jörðu – De Terrae

Bryndísar Kondrup opnaði sýninguna, Af jörðu – De Terrae, í Ketilhúsinu í gær. Á sýningunni, sem fjallar um holdgervingu og hverfuleika mannsins, fléttar Bryndís saman verkum unnum í mismunandi miðla; málverkum, hlutum, vídeóverkum og röntgenmyndum úr eigin líkama.Undanfarin ár hefur Bryndís sökkt sér ofan í pælingar um lífið og tilveruna gegnum málverkið. Hið táknræna mál landakorta fléttast oft inn í verk hennar og vísar þannig bæði til efnislegra og huglægra staðsetninga.

Á sýningunni Af jörðu – De Terrae heldur Bryndís áfram vegferð sinni um lendur tilverunnar og bætir hljóðum og fyrirbærum inn í viðfangsefnið.

Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17 og stendur til 7. desember. Leiðsagnir verða fimmtudagana 13. og 27. nóvember kl. 12.15-12.35. Aðgangur er ókeypis.

Bryndís Kondrup lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó hátt í áratug. Einnig stundaði hún nám í listfræði við HÍ og LHÍ. Bryndís hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.


Nýjast